Kertanotkun

Kertin eru hugsuð til skrauts en ef þið viljið brenna þau hafið eftirfarandi í huga:

Klippið þræði í 5-10 mm fyrir hvern bruna!

Ekki brenna kertið í meira en 15 - 30 mínútur í einu.

Hafið logandi kerti ávallt í sjónmáli og látið það standa á sléttu undirlagi.

Þegar kertið er orðið heitt mun vaxið bráðna og því væri gott að hafa bakka eða disk undir.

Skiljið aldrei brennandi kerti eftir án eftirlits. Vinsamlegast slökkvið á kertinu þegar herbergið er yfirgefið eða áður en farið er að sofa.

Látið logandi kerti ekki standa nálægt eldfimum hlutum. Passið gardínur, loftviftur og gegnumtrekk.