Velkomin/n
Glóandi kertin okkar eru endurunnin og við erum líka með soyakerti.
Við gerum kerti úr kertaafgöngum og soyavaxi. Mikið af kertum er hent og oft eru þau ekki fullnýtt (stundum heilum kertum hent!) svo við ákváðum að endurnýta þau og gefa þeim nýtt líf.
Kertin eru öll handgerð (hand poured) svo ekkert þeirra er 100% eins. Öll soyakertin okkar eru lyktarlaus og endurunnu kertin líka, nema upprunalega kertið hafi verið með lykt þá helst hún. Tekið er sérstaklega fram ef svo er.
Við erum staðsettar í 200 Kópavogi. Það er ekkert mál að fá sent eða sækja kertin.
Endilega fylgið okkur á instagram og/eða facebook, við setjum allar helstu tilkynningar þar inn:
instagram.com/gloandikerti
facebook.com/gloandikerti


Tækifærisgjöf
Gul kerti, rauð kerti, hvít kerti, endurunnin kerti, soyakerti, búbblukerti, kattakerti & fullt af öðrum týpum til!
Þú finnur kerti fyrir þitt tilefni/með í pakkann: Kynjaveislu, fermingarveislu, útskriftarveislu, afmælisveisluna eða hvaða tilefni sem er! Kíktu á kertaúrvalið hér á gloandikerti.com
kertin okkar

Endurunnin kerti
Þar sem kertin eru endurunnin þá eru engin kerti eins! Stundum náum við að gera mörg kerti í sama lit ef við erum með mikið magn af vaxinu. Sem þýðir að kertin verða eins á litinn en aldrei nákvæmlega eins.
Þegar þið skoðið kertin þá er tekið fram hversu mörg eintök eru til.

Endurunnin kerti fl. 2
Þar sem við erum að endurnýta kerti og erfitt að vita hvernig vaxið mun líta út þá eru sum kertin ekki alveg 100%, en að okkar mati söluhæf. Þau kerti eru merkt "endurunnin kerti fl. 2" og eru á lægra verði.
Þessi kerti gætu verið með nokkrum loftbólum eða smá hvíthúðuð.

Soyakerti
Soyakertin okkar koma í mjög takmörkuðu magni í hverjum lit.
Vegna eðlis soyavaxins og vegna þess að kertin eru handgerð þá geta verið í þeim loftbólur eða þau verið smá hvítlituð sumstaðar. Það gerist ekki oft hjá okkur en getur komið fyrir.
Ef okkur finnst það of mikið (en kertið er samt heilt og að okkar mati flott) þá mun það kerti fara á lægra verði.

Um okkur
Hæ! Við heitum Guðrún og Lilja.
Einhverjir þekkja okkur kannski úr crossfit heiminum þar sem við erum búnar að æfa crossfit síðan 2010!
Við sáum hvað konu-, karla- og skeljakerti voru orðin vinsæl útí heimi (úr soyavaxi) þannig að við ákváðum að prufa en þar sem við reynum alltaf að vera eins umhverfisvænar og við getum þá ákváðum við að endurvinna kerti úr afgöngum sem annars væri hent.
Okkur langaði samt líka að vera með soyavax.
Við vonum að ykkur finnist kertin eins flott og okkur.
Takk fyrir að kaupa af okkur!